top of page

Um okkur

Í hreyfingu

Hjá Kiso erum við metnaðarfull um markmið okkar, sem er:  

Að bæta endurhæfingu og íþróttaþjálfun.


Við fögnum nýsköpun og samvinnu. Kiso leitast við að vera í nánu samstarfi við vísindamenn, meðferðaraðila og hagsmunasamtök.

Sports Injury

Okkar saga

Kiso Ehf er fyrirtæki sem var stofnað árið 2015 til að kaupa IP og vörumerki Kine ehf, í þeim tilgangi að halda áfram að þróa og markaðssetja þráðlaust sEMG og aðrar tæknilausnir til notkunar í endurhæfingu og íþróttaþjálfun.
Fyrirtækið sækir sérþekkingu og reynslu frá Kine og stofnendur beggja fyrirtækjanna eru þeir sömu. Kiso mun markaðssetja vörur sínar undir vöruheitinu Kine.


Þráðlausi sEMG búnaðurinn hefur reynst dýrmætt tæki til að greina og meðhöndla vandamál tengd vöðvavirkni stoðkerfisins. Endurhæfingaraðilar fá tæki sem gerir þeim kleift að auka árangur sinn og hjálpa skjólstæðingum sínum að fá hraðari og langvarandi árangur.

Kine metur mikils samstarf við notendur, vísindamenn og hagsmunasamtök á sviðinu. Við höfum t.d. unnið með AEF (félag sjúkraþjálfara á Spáni), KNGF (félag sjúkraþjálfara í Hollandi) FIST (Félag sjúkraþjálfara á Íslensk). Centre national de la Recherche Scientifique, Háskólinn í Bordeaux, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Aspetar bæklunar- og íþróttalækningasjúkrahús í Quatar, Grensás endurhæfingarstöð.

Þetta erum við

Viðskiptavinir okkar

NASA_logo.png
Chelsea_FC_logo.png
rscosmos_logo.png
ossur-logo.jpg
bottom of page