Geta Kerfisins
KineJump getur mælt margar mismunandi gerðir stökks sem gerir það einstaklega fjölhæft fyrir ýmsar mælingar, þar á meðal sprengikraft, þrek, samhverfu og fleira.
Auðveldar mælingar
Stökkmælingar eru mjög auðveldar með KineJump – aðeins einn skynjari á mjöðm og allt klárt! Engum tíma er sóað í tímafrekan og flókin undirbúning!
Í KineJump sérðu tæknina eins og hún gerist best - svo mikinn ávinning með svo lítilli fyrirhöfn!
Stökk Stillingar
Stakt Stökk
Stökkmælingar eru algengar í íþróttum en oft gerðar með fyrirferðamiklum búnaði. KineJump tekur þú með þér í vasanum hvert sem er.
“Stakt Stökk” í KineJump er einfalda leiðin til að mæla sprengikraft í fótunum og rannsóknir sýna að stökkhæð hefur sterka fylgni með frammistöðu í íþróttinni.
Þrek
"Stakt Stökk" mælir sprengikraft, en endurtekin stökk mæla þrek og afköst. KineJump mælir þrek með endurteknum stökkum með og án auka álags.
Auka Eiginleikar
Stökkgerðir
Hraði kraftframköllunar er hæfni vöðvakerfisins til að virkja mikinn fjölda hreyfieininga á eins stuttum tíma og mögulegt er. Þetta er hægt að mæla með “Squat jump”.
Kraftur myndast með vinnu mótoreininganna, en það er einnig hæfni einstaklingsins til að nota teygju í líkamanum. Teygjukraftinn er hægt að mæla hann með "Counter movement jump".
KineJump getur mælt bæði "Squat jump" og "Counter movement jump" og með þessu getur það greint á milli fótastyrks og stökktækni.
Stökkhlið
Venjulega eru stökk mæld á báðum fótum en einnig er hægt er að stökkva á öðrum fæti. Þannig má mæla mun milli einstaklinga eða finna mun milli hliða.
Aukaálag
Með því að bæta við auka þyngdum getur þrekpróf mælt aukið álag. Þannig er t.d. hægt að finna mögulega veikleika.